4
fyrir45
mínAuðvelt
erfiðleikastigTil fróðleiks
Uppskrift eftir Berglind Hreiðarsdóttir & Hermann Hermannsson (IG profile @gotterioggersemar)
Innihald
4 kjúklingabringur
½ saxaður rauðlaukur
3 rifin hvítlauksrif
½ gul, ½ rauð, ½ græn paprika í strimlum
Nokkrir perlu-rauðlaukar (eða ½ rauðlaukur til viðbótar)
100 g Sacla Sun Dried Tomato pestó
500 ml rjómi
1 msk. kjúklingakraftur
Kjúklingakrydd
Salt og pipar
Ólífuolía til steikingar
Basilíka
Parmesanostur
Soðið Tagliatelle
Aðferð
1 Skerið bringurnar í tvo hluta (langsum) og steikið stutta stund upp úr ólífuolíu til að loka þeim og kryddið til með kjúklingakryddi. Færið þá í eldfast mót og eldið við 180°C í um 20 mínútur í ofninum á meðan annað er útbúið.
2 Sjóðið Tagliatelle samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
3 Steikið á meðan lauk/perlulauk, hvítlauk og papriku upp úr ólífuolíu, saltið og piprið eftir smekk.
4 Hellið næst pestó og rjóma yfir grænmetið og kryddið til með krafti og kryddum.
5 Þegar kjúklingurinn er tilbúinn má blanda honum saman við rjómasósuna og bera fram með tagliatelle og góðu brauði.
6 Gott er síðan að rífa parmesan ost og strá ferskri basilíku yfir allt saman.
Aðferð
1 Skerið bringurnar í tvo hluta (langsum) og steikið stutta stund upp úr ólífuolíu til að loka þeim og kryddið til með kjúklingakryddi. Færið þá í eldfast mót og eldið við 180°C í um 20 mínútur í ofninum á meðan annað er útbúið.
2 Sjóðið Tagliatelle samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
3 Steikið á meðan lauk/perlulauk, hvítlauk og papriku upp úr ólífuolíu, saltið og piprið eftir smekk.
4 Hellið næst pestó og rjóma yfir grænmetið og kryddið til með krafti og kryddum.
5 Þegar kjúklingurinn er tilbúinn má blanda honum saman við rjómasósuna og bera fram með tagliatelle og góðu brauði.
6 Gott er síðan að rífa parmesan ost og strá ferskri basilíku yfir allt saman.
Vættu matarlyst þína með okkar
Pestói
-
Pestó pizza með avocado, klettasalati og bláberjum
-
Sumarlegar kjötsamlokur með spicy pestói
-
Brauðbollur með rauðu pestói, ólífum og rifnum osti