

4
fyrir
30
mín
Auðvelt
erfiðleikastigTil fróðleiks
Uppskrift eftir Berglind Hreiðarsdóttir & Hermann Hermannsson (IG profile @gotterioggersemar)
Innihald
1 x tilbúið pizzadeig/eða heimagert
Um 150 g Saclà Roasted Pepper pestó
Rifinn ostur
1 x brie ostur
½ – 1 krukka Saclà grilluð paprika í olíu
Pepperoni eftir smekk
Klettasalat
Blaðlauksspírur (má sleppa)
Parmesanostur
Oregano krydd
Saclà kryddolía með hvítlauk
Aðferð
1 Fletjið pizzadeigið út og smyrjið vænu lagi af pestó á botninn.
2 Rífið vel af osti yfir allt, skerið niður brie ostinn og raðið honum á pizzuna.
3 Næst má skera grilluðu paprikuna niður í strimla og dreifa henni yfir pizzuna.
4 Að lokum má krydda með oregano og setja pepperoni yfir allt, baka síðan við 220°C í um 15 mínútur (eða samkvæmt leiðbeiningum á pizzadeigi)
5 Þegar pizzan kemur úr ofninum má setja vel af klettasalati yfir, rífa parmesan ost og setja blaðlausspírur til skrauts sé þess óskað.


Aðferð
1 Fletjið pizzadeigið út og smyrjið vænu lagi af pestó á botninn.
2 Rífið vel af osti yfir allt, skerið niður brie ostinn og raðið honum á pizzuna.
3 Næst má skera grilluðu paprikuna niður í strimla og dreifa henni yfir pizzuna.
4 Að lokum má krydda með oregano og setja pepperoni yfir allt, baka síðan við 220°C í um 15 mínútur (eða samkvæmt leiðbeiningum á pizzadeigi)
5 Þegar pizzan kemur úr ofninum má setja vel af klettasalati yfir, rífa parmesan ost og setja blaðlausspírur til skrauts sé þess óskað.

Vættu matarlyst þína með okkar
Pestói
-
Pestó pizza með avocado, klettasalati og bláberjum
-
Sumarlegar kjötsamlokur með spicy pestói
-
Brauðbollur með rauðu pestói, ólífum og rifnum osti