4
fyrir60
mínAuðvelt
erfiðleikastigTil fróðleiks
Hefunartími: 120 mínútur.
Uppskrift eftir Berglind Hreiðarsdóttir & Hermann Hermannsson (IG profile @gotterioggersemar)
Innihald
Deig
500 g Polselli hveiti
1 pk. þurrger (11,8 g)
1 msk. sykur
2 tsk. salt
300 ml volgt vatn
40 ml ólífuolía
Fylling
250 g Saclà Sun-Dried Tomato Pesto
230 g rifinn ostur ( jöfn blanda af Cheddar og Gouda)
1 msk. Oregano krydd/Timian
Aðferð
1 Setjið öll þurrefnin í skál og blandið saman.
2 Hellið vatni og ólífuolíu saman við og hnoðið með króknum í hrærivélinni í um 5 mínútur (eða í höndunum, þá má hnoða aðeins lengur).
3 Penslið skál með ólífuolíu og veltið deiginu upp úr svo það hjúpist olíu allan hringinn, plastið og leyfið að hefast í um 90 mínútur.
4 Fletjið næst út á hveitistráðum fleti í um 40 x 50 cm ferhyrning.
5 Smyrjið vel af pestó yfir allt, stráið ostinum yfir og kryddið.
6 Rúllið upp frá lengri hliðinni og skiptið niður í 12 jafna snúða.
7 Smyrjið eldfast mót og raðið snúðunum jafnt í það, plastið og leyfið að hefast aftur í um 30 mínútur.
8 Hitið ofninn í 180°C og bakið snúðana eftir hefun í um 30-35 mínútur.
Aðferð
1 Setjið öll þurrefnin í skál og blandið saman.
2 Hellið vatni og ólífuolíu saman við og hnoðið með króknum í hrærivélinni í um 5 mínútur (eða í höndunum, þá má hnoða aðeins lengur).
3 Penslið skál með ólífuolíu og veltið deiginu upp úr svo það hjúpist olíu allan hringinn, plastið og leyfið að hefast í um 90 mínútur.
4 Fletjið næst út á hveitistráðum fleti í um 40 x 50 cm ferhyrning.
5 Smyrjið vel af pestó yfir allt, stráið ostinum yfir og kryddið.
6 Rúllið upp frá lengri hliðinni og skiptið niður í 12 jafna snúða.
7 Smyrjið eldfast mót og raðið snúðunum jafnt í það, plastið og leyfið að hefast aftur í um 30 mínútur.
8 Hitið ofninn í 180°C og bakið snúðana eftir hefun í um 30-35 mínútur.
Vættu matarlyst þína með okkar
Pestói
-
Pestó pizza með avocado, klettasalati og bláberjum
-
Sumarlegar kjötsamlokur með spicy pestói
-
Brauðbollur með rauðu pestói, ólífum og rifnum osti