4
fyrir20
mínMeðal
erfiðleikastigTil fróðleiks
Uppskrift eftir Helga María & Júlía Sif (IG profile @veganistur.is)
Innihald
Hráefni
4 vegan hamborgarabrauð
4 buffaló blómkálsbuff
1 krukka vegan blue ch**se sósa frá Sacla Italia
Vegan hrásalat
Ferskt grænmeti
Franskar eða ofnbakað kartöflur
Buffaló blómkálsbuff
1 stór blómkálshaus
1 bolli hveiti
2 tsk laukduft
2 tsk hvítlauksduft
2 tsk paprikuduft
1 msk oregano
1 tsk salt
1 tsk pipar
1 bolli haframjólk (bætið við smá auka ef ykkur finnst hveitiblandan og þykk)
1 dl buffalósósa eða önnur hot sauce
Hrásalat
1 dl vegan majónes
1 dl þunnt skorið hvítkál
1 dl þunnt skorið ferskt rauðkál
2 litlar eða 1 meðalstór gulrót
1 tsk agave síróp
Salt eftir smekk
Aðferð
1 Aðferð Hráefni. Útbúið blómkálsbuffin eftir uppskrift hér að neðan.
2 Útbúið hrásalatið
3 Bakið kartöflur eða franskar í ofni eða útbúið það meðlæti sem hver og einn vill hafa með.
4 Berið fram og njótið.
5 Aðferð Buffaló blómkálsbuff. Hitið ofnin í 200°C.
6 Blandið öllum þurrefnum saman í skál og hellið síðan haframjólkinni út í og hrærið vel.
7 Skerið blómkálið í þykkar sneiðar með stönglinum svo sneiðin haldist heil. Snyrtið vel í kringum stylkin og minnkið hans eins mikið og hægt er án þess að sneiðin detti í sundur. Ég byrja á því að skera hausinn beint í tvennt og næ síðan tveimur sneiðum úr hvorum helming.
8 Veltið hverri sneið upp úr hveitiblöndunni. Hitið vel af olíu á pönnu þar til hún verður vel heit. Ég set svi mikið að það sé sirka 1 og 1/2 cm af olíu í pönnunni. Steikið hverja blómkálssneið í nokkrar mínútur á hvorri hlið eða þar til fallega gylltar á báðum hliðum.
9 Hellið buffaló sósunni í breiða, grunna skál og veltið hverri blómkálssneið upp úr henni.
10 Setjið á bökunarpappír og bakið í 200°C heitum ofni í 10 mínútur á hvorri hlið, sem sagt 20 mínútur samtals.
11 Aðferð Hrásalat. Skerið hvítkálið og rauðkálið í mjög þunnar sneiðar.
12 Rífið niður gulræturnar.
13 Blandið öllum hréfnum saman í skál. Saltið eftir smekk.
Aðferð
1 Aðferð Hráefni. Útbúið blómkálsbuffin eftir uppskrift hér að neðan.
2 Útbúið hrásalatið
3 Bakið kartöflur eða franskar í ofni eða útbúið það meðlæti sem hver og einn vill hafa með.
4 Berið fram og njótið.
5 Aðferð Buffaló blómkálsbuff. Hitið ofnin í 200°C.
6 Blandið öllum þurrefnum saman í skál og hellið síðan haframjólkinni út í og hrærið vel.
7 Skerið blómkálið í þykkar sneiðar með stönglinum svo sneiðin haldist heil. Snyrtið vel í kringum stylkin og minnkið hans eins mikið og hægt er án þess að sneiðin detti í sundur. Ég byrja á því að skera hausinn beint í tvennt og næ síðan tveimur sneiðum úr hvorum helming.
8 Veltið hverri sneið upp úr hveitiblöndunni. Hitið vel af olíu á pönnu þar til hún verður vel heit. Ég set svi mikið að það sé sirka 1 og 1/2 cm af olíu í pönnunni. Steikið hverja blómkálssneið í nokkrar mínútur á hvorri hlið eða þar til fallega gylltar á báðum hliðum.
9 Hellið buffaló sósunni í breiða, grunna skál og veltið hverri blómkálssneið upp úr henni.
10 Setjið á bökunarpappír og bakið í 200°C heitum ofni í 10 mínútur á hvorri hlið, sem sagt 20 mínútur samtals.
11 Aðferð Hrásalat. Skerið hvítkálið og rauðkálið í mjög þunnar sneiðar.
12 Rífið niður gulræturnar.
13 Blandið öllum hréfnum saman í skál. Saltið eftir smekk.
Vættu matarlyst þína með okkar
Vegan
-
Pestó kartöflusalat
-
Ofnbakað pasta með rauðu pestói
-
Fljótlegt spagetti bolognese