Gildi Vörumerkis
Saclà: virðing fyrir náttúrunni
Við elskum það sem við gerum og vörur okkar bera þess vitni hver við erum. Við framleiðum ósvikna vöru sem verndar umhverfið, veljum árstíðabundið hráefni og útbúum það án þess að bæta í það litar- eða rotvarnarefnum.
Hinn ítalski andi
Að vera ástríðufullur, hlýr og njóta þess sem maður gerir. Við erum „ítalskir forvitnir garðyrkjumenn“ og framleiðum gómsætan, hollan og einfaldan mat. Það gerum við með því að nýta þekkingu okkar á ítölskum mat og varðveita rætur okkar á Ítalíu. Okkar markmið er að halda til haga og deila ást fjölskyldu okkar á ítölskum mat, til annarra í heiminum.
Við erum skapandi
Verandi hugvitssöm og hugmyndarík leitumst við alltaf við að vera frumkvöðlar. Við leitum stöðugt nýrra leiða til að sameina nýsköpun, bragð og hollt hráefni. Þar sem menning okkar er gæði, höfum við alltaf leitað leiða til að stjórna framleiðslunni, allt frá engjunum til framleiðslunnar og í hillurnar. Allar nýjunar byggja á ítölskum hefðum (við þróum meira en 1000 nýjar uppskriftir ár hvert til að koma til móts við mismunandi smekk fólks og nýjustu þróun markaðarins).
Trúverðug
Áreiðanleg, jarðbundin og ekta. Fyrst og fremst erum við ítölsk fjölskylda (eins og stendur í lógóinu okkar), forfeður okkar voru garðyrkjubændur og sú fortíð veitti okkur sérfræðiþekkingu í vinnslu hráefna. Við lærðum að bera virðingu fyrir landinu og þróuðum með okkur jarðbundið viðhorf. Það er mikilvægt að við séum trú hver við erum, svo við getum byggt upp, tekið réttu ákvarðanirnar og veitt öðrum innblástur með jákvæðum lífsstíl.
Virðingarverð
Heiðarleiki og sanngirni fyrir neytendur okkar, viðskiptavini og Móður jörð. Að taka ábyrgð er hluti af okkar daglegu verkefnum: við hugsum vel um starfsfólkið okkar og við skuldbindum okkur til að bera virðingu fyrir jörðinni, notum endurnýjanlegar auðlindir, minnkum stöðugt sóun og áhrif af umbúðum og, síðast en ekki síst, veljum árstíðabundin hráefni sem útbúin eru án viðbætts litar- eða rotvarnarefna.