4
fyrir80
mínMeðal
erfiðleikastigTil fróðleiks
Uppskrift eftir Berglind Hreiðarsdóttir & Hermann Hermannsson (IG profile @gotterioggersemar)
Innihald
Lax
2 laxaflök
Saclà pestó Wild Garlic (1 krukka)
30 g ljóst brauðrasp
40 g parmesan ostur
Kartöflumús
4-5 bökunarkartöflur (eftir stærð)
20 g smjör
1-2 msk. Saclà truffluolía
100-130 ml mjólk
2 rifnir hvítlauksgeirar
Salt og pipar eftir smekk
Rósakál
1 poki frosið rósakál
20 g smjör
Salt, pipar og hvítlauksduft
Aðferð
1 Lax er sannarlega vinsæll á okkar heimili og oftar en ekki ef ég spyr hvernig fiskur á að vera í matinn, er sagt „bleikur fiskur“. Þennan lax veiddi maðurinn minn í Fnjóská í ágúst síðastliðnum svo það var klárlega kominn tími til að elda hann.
2 Lax: Hitið ofninn í 175°C.
3 Þerrið laxaflökin og leggið á bökunarpappír.
4 Smyrjið með vænu lagi af pestó.
5 Rífið parmesan ost fínt niður og blandið saman við brauðrasp, dreifið yfir pestóið.
6 Bakið í um 12-15 mínútur, kveikið þá á grillinu og bakið áfram í nokkrar mínútur þar til brauðraspið fer að gyllast.
7 Kartöflumús: Sjóðið kartöflurnar og flysjið. Setjið þær aftur í pottinn ásamt smjöri, hvítlauk og um 100 ml af mjólk.
8 Stappið með kartöflustappara og setjið meiri mjólk ef þurfa þykir og bætið truffluolíunni saman við.
9 Smakkið til með salti og pipar.
10 Rósakál: Sjóðið rósakálið samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Hellið vatninu af og bætið smjöri í pottinn, kryddið með salti og pipar.
11 Hellið í lítið eldfast mót og setjið í ofninn með laxinum síðustu mínúturnar (á grillið) til þess að fá smá stökka húð utan á rósakálið.
Aðferð
1 Lax er sannarlega vinsæll á okkar heimili og oftar en ekki ef ég spyr hvernig fiskur á að vera í matinn, er sagt „bleikur fiskur“. Þennan lax veiddi maðurinn minn í Fnjóská í ágúst síðastliðnum svo það var klárlega kominn tími til að elda hann.
2 Lax: Hitið ofninn í 175°C.
3 Þerrið laxaflökin og leggið á bökunarpappír.
4 Smyrjið með vænu lagi af pestó.
5 Rífið parmesan ost fínt niður og blandið saman við brauðrasp, dreifið yfir pestóið.
6 Bakið í um 12-15 mínútur, kveikið þá á grillinu og bakið áfram í nokkrar mínútur þar til brauðraspið fer að gyllast.
7 Kartöflumús: Sjóðið kartöflurnar og flysjið. Setjið þær aftur í pottinn ásamt smjöri, hvítlauk og um 100 ml af mjólk.
8 Stappið með kartöflustappara og setjið meiri mjólk ef þurfa þykir og bætið truffluolíunni saman við.
9 Smakkið til með salti og pipar.
10 Rósakál: Sjóðið rósakálið samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Hellið vatninu af og bætið smjöri í pottinn, kryddið með salti og pipar.
11 Hellið í lítið eldfast mót og setjið í ofninn með laxinum síðustu mínúturnar (á grillið) til þess að fá smá stökka húð utan á rósakálið.
Vættu matarlyst þína með okkar
Pestói
-
Pestó pizza með avocado, klettasalati og bláberjum
-
Sumarlegar kjötsamlokur með spicy pestói
-
Brauðbollur með rauðu pestói, ólífum og rifnum osti