Sjálfbærni
Græn skilaboð í krukkunum okkar
Sjálfbærni
Hvernig við tileinkum okkur sjálfbæra starfshætti
Koltvísýringur
Við drögum úr útblæstri koltvísýrings með því að nota endurnýjanlega orkugjafa á öllum stigum framleiðslunnar, t.d. með noktun á sólarrafhlöðum, varmaendurvinnslukerfum, minnkun á hitadreifingu og endurheimt varma. Þetta hjálpar okkur að minnka losun koltvísýrings um 400 tonn á hverju ári.
Úrgangur
Úrganginum er skipt niður í 36 mismunandi flokka fyrir endurvinnslu: sem dæmi 50% af úrganginum er selt til endurvinnslustöðva og úrgangsolía er jafnvel notuð til að búa til sápu. Stefna okkar er alltaf að minnka magn úrgangs sem við framleiðum, það gerum við með því að nota sífellt skilvirkari framleiðsluferla.
Umbúðir
Við lágmörkum notkun efna í umbúðir okkar til að gera þær eins umhverfisvænar og hægt er. Við höfum minnkað notkun eða hætt alveg með ytri umbúðir, minnkað merkimiðana og bakka, ásamt því að létta lokin á krukkurnar. Við skoðum alltaf umbúðakerfi sem hjálpa neytendum að minnka sóun, svo sem með því að bjóða uppá litla skammta sem miða að því að neytandinn fái nákvæmlega það magn sem hann þarf.
Samgöngur